Aðhlynningarstöðin

Hestamiðstöðin Vindhóll

Aðhlynningarstöð fyrir gæðinginn þinn

Við höfum sett á laggirnar aðhlynningarstöð fyrir hross sem þurfa sérstaka umönnun eftir veikindi, slys og/eða að lokinni aðgerð.

Aðstaðan er mjög góð til að veita þá allra bestu þjónustu sem hesturinn þinn þarf og allur aðbúnaður er fyrsta flokks. Við bjóðum upp á rúmgóðar og þægilegar stíur og er útivistarsvæðið okkar einnig fjölbreytt og skemmtilegt. Starfsmenn eru miklir dýravinir og hafa langa reynslu af því að sinna dýrum. Við hreinsum sár og skiptum um umbúðir og leggjum okkur fram um að gestunum okkar líði sem allra best.

Hjá okkur eru möguleikarnir ótakmarkaðir. Oft mega hrossin ekki fara út og þurfa því stöðuga umönnun eða þá á hinn bóginn, þau verða að vera úti og viðra sig í rólegheitum óáreitt af öðrum hrossum.

Við uppfyllum allar sér óskir og sjáum til þesss að hestinum þínum líði vel og sé undir stöðugu eftirliti.

Allar nánari upplýsingar veitir Anna Bára Ólafsdóttir í síma 861 4186.